Nema bara hvað...

Wednesday, January 12, 2005

Kvart og kvein!!!!

Jæja nú kemur röfl, þið sem ekki nennið að lesa snúið ykkur undan.
Fyrir um það bil þrem mánuðum fékk ég lánaðan bol hjá henni steru minni og eins og góður lántakandi myndi gera ákvað ég að þvo bolinn áður en ég skilaði honum. Bolurinn fékk að hanga niðri í þvottahúsi til þerris, en þegar ég ætla að koma sækja hann er hann horfin já horfinn. já ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið leitaði um allt en ekki kom hann í leitirnar. Svo núna fyrir nokkrum dögum var ég að þvo þvott og nema bara hvað bolurinn komst í leitirnar niðrí þvottahúsi og rifinn í þokkabót!
Svo er nú meira kvart um þetta þvottahús, fólkið hérna er ekkert að fylgjast með því hvort einhverjir aðrir eiga pantaðan tíma, þeir bara halda áfram að setja í þvottavél og þá er ég ekki að meina að það skiki einhverju nokkrum mínútum heldur heilli þvottavél, sem er hálftími! Já svo finnst mér heldur ekki beint sexý að taka úr þvottavél og þurkara fyrir aðra, annarra manna nærbuxur og solleis!!!! Argh!!!!

En já nú sný ég mér að fyndnari sögu, jæja eins og góðri stelpu sæmir þá fór ég að heimsækja hana ömmu mína í Hafnafjörð sem er venjulega ekki frásögufærandi nema bara hvað að þegar ég kem er hún hálf vandræðaleg og heilsar ekki fyrr en ég segi hæ, svo förum við að spjalla og ég segi henni að ég hafi hitt Hafþór frænda og hann eigi þessa fínu kærustu og þá fer hún allt í einu að segja já hvað er hann nú gamall og hvernig líst mömmu þinni á hann, ég hugsa mömmu og segi bara vel...svo segir hún er hún mamma þín ekki að fara að koma í bæinn þar sem hann Þröstur er að fara að skýra. Þá fatta ég hvernig í þessu öllu liggur, hún heldur að ég sé dóttur Ingibjargar sem er systir hans pabba því að Þröstur er ekki bróðir minn hvað þá Hafþór. Mín eigin amma þekkti mig ekki!!! Þetta er alveg svakalegt.
En hér með óska ég eftir hjálp frá óla Kára skóla klára því að þegar ég skipti um bakgrunn datt commentið út, ég gat bjargað linkunum en ekki commentinu, vantar hjálp!!!!!
Kveðja Lilja óþekkjanlega