Nema bara hvað...

Saturday, January 15, 2005

Nýtt nýtt

Jæja ég og ester höfum gefist upp á útlenskunni og snúið okkur annað, nú höfum við stofnað nýja síðu og þessi lögð niður!
http://www.blog.central.is/18grillnajakki
Endilega haldið áfram að skoða þar:)

Wednesday, January 12, 2005

Kvart og kvein!!!!

Jæja nú kemur röfl, þið sem ekki nennið að lesa snúið ykkur undan.
Fyrir um það bil þrem mánuðum fékk ég lánaðan bol hjá henni steru minni og eins og góður lántakandi myndi gera ákvað ég að þvo bolinn áður en ég skilaði honum. Bolurinn fékk að hanga niðri í þvottahúsi til þerris, en þegar ég ætla að koma sækja hann er hann horfin já horfinn. já ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið leitaði um allt en ekki kom hann í leitirnar. Svo núna fyrir nokkrum dögum var ég að þvo þvott og nema bara hvað bolurinn komst í leitirnar niðrí þvottahúsi og rifinn í þokkabót!
Svo er nú meira kvart um þetta þvottahús, fólkið hérna er ekkert að fylgjast með því hvort einhverjir aðrir eiga pantaðan tíma, þeir bara halda áfram að setja í þvottavél og þá er ég ekki að meina að það skiki einhverju nokkrum mínútum heldur heilli þvottavél, sem er hálftími! Já svo finnst mér heldur ekki beint sexý að taka úr þvottavél og þurkara fyrir aðra, annarra manna nærbuxur og solleis!!!! Argh!!!!

En já nú sný ég mér að fyndnari sögu, jæja eins og góðri stelpu sæmir þá fór ég að heimsækja hana ömmu mína í Hafnafjörð sem er venjulega ekki frásögufærandi nema bara hvað að þegar ég kem er hún hálf vandræðaleg og heilsar ekki fyrr en ég segi hæ, svo förum við að spjalla og ég segi henni að ég hafi hitt Hafþór frænda og hann eigi þessa fínu kærustu og þá fer hún allt í einu að segja já hvað er hann nú gamall og hvernig líst mömmu þinni á hann, ég hugsa mömmu og segi bara vel...svo segir hún er hún mamma þín ekki að fara að koma í bæinn þar sem hann Þröstur er að fara að skýra. Þá fatta ég hvernig í þessu öllu liggur, hún heldur að ég sé dóttur Ingibjargar sem er systir hans pabba því að Þröstur er ekki bróðir minn hvað þá Hafþór. Mín eigin amma þekkti mig ekki!!! Þetta er alveg svakalegt.
En hér með óska ég eftir hjálp frá óla Kára skóla klára því að þegar ég skipti um bakgrunn datt commentið út, ég gat bjargað linkunum en ekki commentinu, vantar hjálp!!!!!
Kveðja Lilja óþekkjanlega

Sunday, January 09, 2005

Langt síðan seinast...

Jæja mín bara ákvað að blogga og ég bara varð. Já já ég er búin að hafa það rosalega gott um hátíðarnar. Á aðfangadag var ég á Árbakka og fór mjög vel um okkur að venju. Fengum rosalega góðan mat og ég hef aldrei verið svona lengi að opna pakkanna en það var bara miklu skemtilegra, ég get svo svarið þolimæðin í henni Fríðu minni, ekki var ég svona þegar ég var lítil. En við hjónakornin fengum margt skemtilegt í jólagjöf, þar á meðal djúpsteikingarpott, og nú lofa ég hafnastrætis franskar á línuna eftir djömmin héðan af. Á jóladag var síðan jólaboð í fjölskyldunni hans Jakobs það var nú bara borðað meira, ég spái 5 kg auka eftir þessi jól, en það var nú gaman þar og alveg eins og jólaboð eiga vera, rætt um heimsmálin svolítið um skólann og allt þess háttar. En eftir allt þetta át fór slappleikinn að gera vart við sig, og ég gleymdi greinilega að gera sjö níu þrettán þegar ég sagði ég hef tíma til að vera veik um jólin og ég var bara veik um jólin og var ekki sátt, missti meira segja röddina, þetta var mjög furðulegt því þetta er aðeins í þriðja skiptið sem ég missi röddina. En svo brunuðum við vestur og vorum soldið lengi á leiðinni sökum hálku en Hanna Rósa átti þó vinninginn í að vera lengst á leiðinni og vann hún sér inn hálfan inniskó (stolið frá gærkveldinu frá kokkteilsósunni). Hahahahah við erum svo fyndnar, ég segi við því ég tek alltaf smá kredit af fyndnum fimmaurabröndurum, því ég hlýt að eiga þátt í því með nærveru minni:) Áramótin voru æði. Mamma eldaði hrygg, læri og hamborgarahrygg og bragðaðist allt þetta mjög vel. Svo var svo lélegt skyggni að enginn sá flugeldanna í næsta húsi þannig að það leit út að enginn hafi styrkt gott málefni í ár, en allir gerðu það víst það sá enginn bara flugeldanna, ekki einu sinni kertin í fjöllunum. Þetta er alveg furðulegur andskoti. Svo skunduðu stelpurnar heim til mín eins og dent tid og þar var drukkið hlegið og sleikt á sér olnbogann, myndir frá þessu kvöldi er hægt að sjá hjá kokkteilsósunni, og enn skemtilegra var á balli, þar sem aðalsetninginn var öruglega Valur hvalur, við ekki mjög svo góðar undirtektir hjá Val:)

Svo var djammað í gær, og hittumst við stelpurnar heim til mín til að byrja með og fórum svo til Höllu og Dodda í partý og var það geðveikt gaman og er þeim hér með þakkað fyrir það. Í þessu partý fékk ég í fyrsta skipti uppnefni sem er alvöru nafn ekki bara Lilja pilja, Valur á heiðurinn af því og er það Lilja síbylja, hahaha. Ester Fester fékk einnig svoleiðis, einn pínu sár eftir áramótin:)
En já við stelpurnar skunduðum þar næst í bæinn en skiluðum Hönnu heim fyrst henni finnst við leiðinlegar þegar við komuð svona langt inn á svæði 101. En það var rosalega gaman og var ég þannig skapi að mér fannst allir hallærislegar nema ég og eina manneskjan sem var hallærisleg þarna var ég:) Nema kannski Hulio, hann var aðeins meira hallærislegur en ég, spænsk ættaður karlmenni í hvítri skyrtu með millisítt hár, það eina sem manni dettur í hug er Hulio þegar maður sér þannig mann. En ég er sammála Hönnu það er ekki hægt að eiga svona mörg skemtileg djömm lengi við verðum að nýta þessa tíð og djamma og djamma og djamma. Og það verður gert í afmælispartýi mánuðsins og verður það líklega haldið eftir tvær vikur er að skipuleggja þetta fylgjist bara með meilinu ykkar því þið fáið boðskort bráðum, líka afmælisbullurnar:) En já ég hef tekið eftir því að ég skemmti mér alltaf best með vinkonum mínum að djamma og bara alltaf, þær eru þær einu sem skilja húmorinn minn, mér líður best með þeim alltaf. Þannig að ég get ekki beðið eftir að eiga fleiri svona djömm með ykkur þó það vanti nú alltaf eina og eina þið verðið að hætta að skrópa gemlingarnir ykkar:)
Kveðja Lilja síbylja