Nema bara hvað...

Wednesday, December 01, 2004

Lítill fugl...

hvíslaði því að mér að ekki þætti nógu kúl að skrifa um prófin, en þetta er erfiður tíminn. Hugsanir eins og kannski á ég ekkert að vera í skól, sækja svolítið að mér, en mér finnst samt svo gaman að læra eitthvað nýtt, og læra bara yfirleitt, ætli ég verði ekki eilífðarstúdent. En nú þarf ég að æfa mig á ritgerðum er ekki að koma nógu vel út í þeim. Allt of samhengislaust hjá mér segja þau. Þarna talaði ég aftur um skólann, það þarf einhver að slá á hendurnar á mér ef ég geri þetta. Þarf að búa til einhvers konar skilyrðingakerfi fyrir mig.

Er farin að hugsa um jólagjafir, smitast af Dagnýu, held að ég sé búin að ákveða jólagjafir handa öllum nema Jakob, hvað á ég eiginlega að gefa honum?

En svo veit ég ekkert hvað ég vil, pældi svo mikið í því í haust að það er nú allt horfið núna. Hvað segir það um minn teflon heila.

Ég fór allt í einu að hugsa um starfsvettvang minn, hvað gæti ég unnið við sem þarfnast skipulagningar? og samt notað sálfræðimenntun mína? hmmmm (hugshugshugs)