Nema bara hvað...

Saturday, December 04, 2004

Eigingjarna ég!!!!

Um daginn var ég að syngja jólalagið hátíð í bæ, þið vitið ,,....hann fékk bók og hún fékk nál og tvinna, hönd í hönd þau leiddust kát og rjóð"
Gat ekki annað en hugsað ef ég væri hún og fengi bara nál og tvinna þá myndi ég vera svolítið fúl þar sem hann fékk heila bók!
En svona er bara ég, greinilega svaka eigingjörn, ekki að maður hugsi mikið um innihald pakkanna, bara gat ekki annað en hugsað um þetta. Mér finnst nú rosalega gaman að gefa pakka og líka að fá pakka:)