Nema bara hvað...

Friday, November 12, 2004

Af hverju segir fólk ekki bara satt.

Af hverju hegðar fólk sér eins og það gerir?
Ég hef stundum orðið vitni að því að fólk beinlínis lýgur! Af hverju gerir fólk það, eins og þegar er verið að hughreysta mann, þá lýgur fólk að manni. Ég virði ekki svoleiðis ég virði hreinskilni. Fólk grefur sína eigin holu svona, af því að í næstu setningu sem fólk segir eða á næstu dögum kemur fólk á endanum upp um lygi. Ég vildi óska þess að ég gæti stundum lesið hugsanir...eða ekki ætli ég myndi ekki koma mjög sár út. Af því nú er þetta einungis getgátur! Ég veit ekkert hverjir ljúga eða ekki, ég bara treysti sumu ekki eða trúi. Skrítið hvernig eðli fólks er. Furðulegt!!!

Í gær sálgreindi ég mig, en svo fór ég að lesa betur og þá var ég ekki eins geðveik og ég hélt. Furðulegt samt þegar maður er að lesa svona, þá sálgreinir maður alla og þar á meðal sjálfan sig, allt virðist passa við mann. Furðulegt!!!

En já ég er að reyna að vera dugleg að lesa, gengur alveg ágætlega. Svo er fundur með ritnefndinni á eftir, vona að það gangi vel:)

Ekki meira frá mér í dag, gangi ykkur öllum vel og hættið að ljúga!!!
Kveðja Lilja