Já halló halló...
Ætla nú aðeins að byrja að tala um þessa skrítnu viku og skrítna drauma gæti þetta þýtt eitthvað?
Mig er búið að dreyma mjög svo skrítna drauma, einn þeirra var þannig að fyrrverandi kærasti minn hann Oddi kom til mín og var fullur, með honum var Hjalti vinur hans, og hann bað mig um að gefa sér bílstól alveg ,,kommon Lilja þú verður að gefa mér stól" og ég var alveg hvað ertu að meina, ertu að meina barnabílstól, og hann svarar mér bara gefðu mér bílstól. Ég segi bara við hann um leið og ég bendi á íbúðina mína sérðu það ekki ég á engan pening, og úti var snjór.
Draumur 2: Mig dreymdi þarna að ég var ólétt og átti að eiga 11. ágúst. En svo kom 11. ágúst og ég er í sturtu og á að fara að eiga barnið, en allt í einu var mér litið niður og sé að bumban er farin, ég er ekki lengur ólétt, ég var stödd á sjúkrahúsinu með Jakob var með mér, og einhver pínulítil kona með stutt dökkt hár ( ef einhver veit hver þetta er vinsamlegast gefið sig fram?) En við tók mikil sorg þar sem ég var búin að vera ólétt í 9. mánuði. Skrítið var líka hvað sturtan var asnaleg, hún var einhvern veginn svona sturta í baðkari, og svona geymur einhvern veginn, bara hausinn upp úr.
Draumur 3: Þarna dreymdi mig að ég væri að fara að gifta mig, nema eitt, gleymdi að kaupa giftingakjól, hringana og kökuna. Kakan reddaðist þó því mamma ætlaði bara að skella í eina Betty ( mamma bjargar öllu). En ég fór út um allt að leita að kjól, var komin í Dýrafjörðinn til Alviðru og þar var öll fjölskyldan, sá ég ekki þar þennan dýrindis kjól gamaldags og fallegan. Mamma skildi ekkert í mér að gifta mig ekki bara eins og ég var klædd, en ég var sko á því þar sem ég væri að gera þetta bara einu sinni og ætlaði því að gera það aðmennilega!!!!!!
en svo vaknaði ég við það ógift og kjólalaus.
Skrítna vikan er líka mjög svo skrítin. Helgin fór einhvern veginn öll í hakk, ætlaði að læra svo mikið og djamma bara smá. En endaði á því að djamma mikið, mikil þynnka og læra ekkert eða allavega sama sem ekkert! en mánudagurinn fer bara í lærdóm allt í lagi með hann! En svo þriðjudagurinn er enn skrítnari sef yfir mig og allt einhvern veginn gengur á afturfótunum. Og í morgun var ég að klára verkefni í tölfræði, eða sko í dag að gera þetta verkefni og ætlaði í tíma en gleymdi því einhvern veginn svo upptekin var ég að gera verkefni!
En draumaráðninga fólk er beðið um að gefa sig fram, og ráða í mína dularfulla drauma. En ætlaði líka að segja ykkur hvað mig dreymdi í nótt en hann vill ekki gefa sig fram í hugsun mína. Hvað ætli það þýði er ég föst á einhverju stigi, þýðir þetta einhverjar bældar þrár.
En á þessu heimili eru miklar deilur um jólaskraut, ég vil setja þetta upp strax í dag, því það er svo dimmt úti og ég er myrkfælin og það ekkert smá. Ef það væru ekki ljósastaurar í rvk þá myndi ég aldrei fara út fyrr en eftir 11 og vera komin heim fyrir fimm. Hugsa sér hvað það þýddi. En endilega leiðbeinið Jakob á rétta braut.