Nema bara hvað...

Wednesday, October 20, 2004

Slá í gegn.....

Þú veist ég þrái að slá í gehegn...
Aldrei mun ég vakna upp af mínum draumaheimi. Alveg síðan ég var lítil þá hef ég átt rosalega stóra drauma um að slá í gegn. Það hefur nú aldrei verið svona söngkonu draumar, eða leikaradraumar. Ég bara ætla mér alltaf svo mikið, fara á þing, bjarga heiminum, vinna með rauða krossinum og á legsteininum á að standa, hvíl í friði mögnuð kona hér á ferð!
Nei en einhvern tíman verð ég að þroskast, ég er ekkert betri en meðalmaðurinn, verð bara að sætta mig við það, ég er í skóla, mun klára hann fara að vinna, eignast raðhús, hund og börn og svo má ekki gleyma fjölskyldubílnum. Ég er víst eins og allir hinir.
Af þessum bæ er nú lítið að frétta, fyrirhuguð ísafjarðarferð hefur verið canceluð líklegast, ætli ég skelli mér ekki bara í vísindaferð í staðinn.....
jæja heil og sæl