Nema bara hvað...

Sunday, October 24, 2004

Himnesk sæla...

Þá er maður komin aftur í borg óttans eftir yndislega ferð til Ísafjarðar. Það var alveg dekrað við okkur allan tíman og mig langaði alls ekki heim aftur. Ég fór í klippingu og er geðveikt sæt:) Ég og Ólöf systir tókum tryllta dansi í krúsinni, og okkur fannst við fyndnastar í heimi:) Enda erum við geðveikt fyndnar. Mig langaði alls ekki heim aftur, það var svo yndislegt að vera þarna, ég borðaði rosalega mikið af góðum mat, eins og alltaf þegar leiðir liggja vestur á firði. En núna tekur bara við mikill lærdómur, bara vika í próf almennunni! Þetta verður eitthvað svakalegt!